Innlent

Ráðherra og fyrrverandi landlæknir kenna við Háskóla unga fólksins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs og fyrrverandi landlæknir, verður á meðal kennara.
Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs og fyrrverandi landlæknir, verður á meðal kennara.
Börnum og unglingum, á aldrinum 12 - 16 ára, gefst kostur á því að sækja Háskóla Íslands heim dagana 8. - 12. júní næstkomandi. Þá breytist skólinn í Háskóla unga fólksins og ungmenni fá tækifæri til að kynna sér vísinda og fræðasamfélagið.

Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að kennarar við Háskóla unga fólksins séu þaulvanir háskólakennarar, fræðimenn sem og meistara- og doktorsnemar. Meðal kennara í ár eru Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs og fyrrverandi landlæknir.

„Gríðarleg aðsókn hefur verið í Háskóla unga fólksins undanfarin ár en þetta er í sjötta sinn sem Háskóli unga fólksins er starfræktur. Gert er ráð fyrir met þátttöku þar sem boðið er upp á fleiri námskeið en áður. Hver nemandi velur sex námskeið og einn þemadag og setur þannig saman sína eigin stundatöflu. Í boði verða mörg stutt en hnitmiðuð námskeið úr öllum fræðasviðum Háskóla Íslands þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi," segir í tilkynningu frá Háskólanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×