Erlent

Ameríkanar ánægðir með aftökur

Óli Tynes skrifar

Um sextíu og fimm prósent Bandaríkjamanna eru hlynntir dauðarefsingu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þrjátíu og eitt prósent eru á móti.

Í könnuninni sést greinilegur munur á afstöðu manna eftir því hvort þeir fylgja republikönum eða demokrötum að máli.

Áttatíu og eitt prósent republikana eru hlynntir dauðarefsingu en fjörutíu og átta prósent demokrata.

Þessar tölur hafa lítið breyst síðan Gallup gerði sína fyrstu könnun fyrir sjötíu árum.

Árið 1936 voru 59 prósent með dauðarefsingum. Hæst varð sú tala árið 1980 þegar heil áttatíu prósent voru sátt við aftökurnar.

Fjörutíu manns hafa verið teknir af lífi í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×