Vonast til að Jón Arnór verði áfram með liðinu á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 17:15 Jón Arnór Stefánsson með treyjuna sem hann mun spila í hjá Benetton. Mynd/Heimasíða Benetton Jón Arnór Stefánsson var kynntur til leiks sem leikmaður Benetton Basket Treviso í dag og á heimasíðu liðsins má finna viðtöl frá blaðamannafundinum. „Við erum með marga leikmenn í meiðslum og Jón mun hjálpa okkur mikið. Hann getur spilað þrjár stöður sem mun hjálpa mikið með breiddina í liðinu," sagði Maximum Iacopini aðstoðarframkvæmdastjóri Benetton-liðsins á blaðamannfundinum. „Hann er barráttuglaður leikmaður sem kemur með mikla orku inn í liðið auk þess að hann er með mjög gott skot og kann leikinn vel. Jón er líka góður varnarmaður og við vonumst til að hann verði lengur hjá Treviso en bara út þetta tímabil," bætti Iacopini við. Jón Arnór sjálfur svaraði líka spurningum blaðamanna auk þess að láta mynda sig með peysu númer sex. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og ég er í mjög góðu formi eftir að hafa nýlokið tímabilinu með KR. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta er miklu sterkari deild en sú íslenska en ég er tilbúinn í þetta ævintýri," sagði Jón Arnór á fundinum. Hann var spurður út í komandi úrslitakeppni. „Siena-liðið er áfram sigurstranglegast en það eru mörg lið sem ætla sér mikið í ár og þetta verður vonandi áhugaverð úrslitakeppni. Það væri mjög gaman að mæta mínum gömlu félögum í Lottomatica enda ekkert skemmtilegra en að slá út sitt gamla lið," sagði Jón Arnór á blaðamannafundinum. „Ég er að fara á mína fyrstu æfingu og á eftir að kynnast strákunum í liðinu betur. Ég þekki samt Domen Lorbek af því að ég spilað með bróður hans í Róm," sagði Jón Arnór sem mun spila sinn fyrsta opinbera leik 7. maí en á föstudaginn klæðist hann þó búningnum í fyrsta sinn í æfingaleik á móti Ferrara ad Este. Körfubolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var kynntur til leiks sem leikmaður Benetton Basket Treviso í dag og á heimasíðu liðsins má finna viðtöl frá blaðamannafundinum. „Við erum með marga leikmenn í meiðslum og Jón mun hjálpa okkur mikið. Hann getur spilað þrjár stöður sem mun hjálpa mikið með breiddina í liðinu," sagði Maximum Iacopini aðstoðarframkvæmdastjóri Benetton-liðsins á blaðamannfundinum. „Hann er barráttuglaður leikmaður sem kemur með mikla orku inn í liðið auk þess að hann er með mjög gott skot og kann leikinn vel. Jón er líka góður varnarmaður og við vonumst til að hann verði lengur hjá Treviso en bara út þetta tímabil," bætti Iacopini við. Jón Arnór sjálfur svaraði líka spurningum blaðamanna auk þess að láta mynda sig með peysu númer sex. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og ég er í mjög góðu formi eftir að hafa nýlokið tímabilinu með KR. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta er miklu sterkari deild en sú íslenska en ég er tilbúinn í þetta ævintýri," sagði Jón Arnór á fundinum. Hann var spurður út í komandi úrslitakeppni. „Siena-liðið er áfram sigurstranglegast en það eru mörg lið sem ætla sér mikið í ár og þetta verður vonandi áhugaverð úrslitakeppni. Það væri mjög gaman að mæta mínum gömlu félögum í Lottomatica enda ekkert skemmtilegra en að slá út sitt gamla lið," sagði Jón Arnór á blaðamannafundinum. „Ég er að fara á mína fyrstu æfingu og á eftir að kynnast strákunum í liðinu betur. Ég þekki samt Domen Lorbek af því að ég spilað með bróður hans í Róm," sagði Jón Arnór sem mun spila sinn fyrsta opinbera leik 7. maí en á föstudaginn klæðist hann þó búningnum í fyrsta sinn í æfingaleik á móti Ferrara ad Este.
Körfubolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum