Vonast til að Jón Arnór verði áfram með liðinu á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 17:15 Jón Arnór Stefánsson með treyjuna sem hann mun spila í hjá Benetton. Mynd/Heimasíða Benetton Jón Arnór Stefánsson var kynntur til leiks sem leikmaður Benetton Basket Treviso í dag og á heimasíðu liðsins má finna viðtöl frá blaðamannafundinum. „Við erum með marga leikmenn í meiðslum og Jón mun hjálpa okkur mikið. Hann getur spilað þrjár stöður sem mun hjálpa mikið með breiddina í liðinu," sagði Maximum Iacopini aðstoðarframkvæmdastjóri Benetton-liðsins á blaðamannfundinum. „Hann er barráttuglaður leikmaður sem kemur með mikla orku inn í liðið auk þess að hann er með mjög gott skot og kann leikinn vel. Jón er líka góður varnarmaður og við vonumst til að hann verði lengur hjá Treviso en bara út þetta tímabil," bætti Iacopini við. Jón Arnór sjálfur svaraði líka spurningum blaðamanna auk þess að láta mynda sig með peysu númer sex. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og ég er í mjög góðu formi eftir að hafa nýlokið tímabilinu með KR. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta er miklu sterkari deild en sú íslenska en ég er tilbúinn í þetta ævintýri," sagði Jón Arnór á fundinum. Hann var spurður út í komandi úrslitakeppni. „Siena-liðið er áfram sigurstranglegast en það eru mörg lið sem ætla sér mikið í ár og þetta verður vonandi áhugaverð úrslitakeppni. Það væri mjög gaman að mæta mínum gömlu félögum í Lottomatica enda ekkert skemmtilegra en að slá út sitt gamla lið," sagði Jón Arnór á blaðamannafundinum. „Ég er að fara á mína fyrstu æfingu og á eftir að kynnast strákunum í liðinu betur. Ég þekki samt Domen Lorbek af því að ég spilað með bróður hans í Róm," sagði Jón Arnór sem mun spila sinn fyrsta opinbera leik 7. maí en á föstudaginn klæðist hann þó búningnum í fyrsta sinn í æfingaleik á móti Ferrara ad Este. Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var kynntur til leiks sem leikmaður Benetton Basket Treviso í dag og á heimasíðu liðsins má finna viðtöl frá blaðamannafundinum. „Við erum með marga leikmenn í meiðslum og Jón mun hjálpa okkur mikið. Hann getur spilað þrjár stöður sem mun hjálpa mikið með breiddina í liðinu," sagði Maximum Iacopini aðstoðarframkvæmdastjóri Benetton-liðsins á blaðamannfundinum. „Hann er barráttuglaður leikmaður sem kemur með mikla orku inn í liðið auk þess að hann er með mjög gott skot og kann leikinn vel. Jón er líka góður varnarmaður og við vonumst til að hann verði lengur hjá Treviso en bara út þetta tímabil," bætti Iacopini við. Jón Arnór sjálfur svaraði líka spurningum blaðamanna auk þess að láta mynda sig með peysu númer sex. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og ég er í mjög góðu formi eftir að hafa nýlokið tímabilinu með KR. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta er miklu sterkari deild en sú íslenska en ég er tilbúinn í þetta ævintýri," sagði Jón Arnór á fundinum. Hann var spurður út í komandi úrslitakeppni. „Siena-liðið er áfram sigurstranglegast en það eru mörg lið sem ætla sér mikið í ár og þetta verður vonandi áhugaverð úrslitakeppni. Það væri mjög gaman að mæta mínum gömlu félögum í Lottomatica enda ekkert skemmtilegra en að slá út sitt gamla lið," sagði Jón Arnór á blaðamannafundinum. „Ég er að fara á mína fyrstu æfingu og á eftir að kynnast strákunum í liðinu betur. Ég þekki samt Domen Lorbek af því að ég spilað með bróður hans í Róm," sagði Jón Arnór sem mun spila sinn fyrsta opinbera leik 7. maí en á föstudaginn klæðist hann þó búningnum í fyrsta sinn í æfingaleik á móti Ferrara ad Este.
Körfubolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira