Ætla að efla aðstoð við landbúnað í þróunarríkjum 17. nóvember 2009 04:30 Á alþjóðlegu matvælaráðstefnunni í Róm samþykktu ríki heims að auka landbúnaðaraðstoð verulega. Nordicphotos/AFP „Í heiminum er meira en nóg til af mat,“ segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinu þjóðanna. „Samt þarf meira en milljarður manna að líða hungur. Þetta er óþolandi.“ Þetta sagði hann við upphaf alþjóðlegu matvælaráðstefnunnar, sem hófst í Róm í gær á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Fulltrúar ríkja heims samþykktu samhljóða að auka fjárhagsaðstoð við landbúnað í þróunarheiminum. Ekki gátu þeir þó komið sér saman um að viðbótarfjárhæðin nemi 44 milljörðum Bandaríkjadala á ári. Matvæla- og landbúnaðarstofnunin hafði sagt þessa upphæð nauðsynlega næstu áratugina, eigi að takast að gera þann milljarð manna, sem býr við hungur, sjálfum sér nógan um fæðu. Stofnunin hafði einnig gert sér vonir um að ríki heims myndu setja sér það markmið, að hungri verði útrýmt úr heiminum fyrir árið 2025. Þess í stað héldu fulltrúar ráðstefnunnar sér við gamla markmiðið, sem sett var árið 2009, að fækka um helming fyrir árið 2015 þeim sem búa við hungur. Matvælaaðstoð hefur til þessa einkum falist í því, að auðug ríki hafa sent matvæli til fátækra ríkja, frekar en að senda þangað tækjabúnað, áburð og fræ eða útvega þeim aðstoð við áveitugerð og tæknikunnáttu, sem gæti komið bændum og veiðimönnum að gagni. Matvælin hafa svo að stórum hluta verið keypt af bændum í auðugu ríkjunum, þannig að þeir hafa hagnast á aðstoðinni. Matvælastofnunin segir að þetta verði að breytast. „Verkefni okkar er ekki bara að útvega þeim sem hungrar fæðu, heldur gera þeim kleift að afla sér fæðu sjálfir,“ sagði Ban. Matvælastofnunin segir að alþjóðasamfélagið hafi árum saman vanrækt landbúnaðarmál. „Stöðug fjárfesting í landbúnaði, sérstaklega landbúnaði smábænda, er lykillinn að matvælaöryggi,“ segir stofnunin í yfirlýsingu sinni. Vonast er til að þessi ráðstefna verði til þess að sú breyting, sem boðuð var á G8-fundinum í L‘Aquila á Ítalíu í sumar, nái fyrr fram að ganga. Þar hétu leiðtogar átta helstu iðnríkja heims því að verja 20 milljörðum Bandaríkjadala næstu þrjú árin í aðstoð við fátæka bændur. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
„Í heiminum er meira en nóg til af mat,“ segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinu þjóðanna. „Samt þarf meira en milljarður manna að líða hungur. Þetta er óþolandi.“ Þetta sagði hann við upphaf alþjóðlegu matvælaráðstefnunnar, sem hófst í Róm í gær á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Fulltrúar ríkja heims samþykktu samhljóða að auka fjárhagsaðstoð við landbúnað í þróunarheiminum. Ekki gátu þeir þó komið sér saman um að viðbótarfjárhæðin nemi 44 milljörðum Bandaríkjadala á ári. Matvæla- og landbúnaðarstofnunin hafði sagt þessa upphæð nauðsynlega næstu áratugina, eigi að takast að gera þann milljarð manna, sem býr við hungur, sjálfum sér nógan um fæðu. Stofnunin hafði einnig gert sér vonir um að ríki heims myndu setja sér það markmið, að hungri verði útrýmt úr heiminum fyrir árið 2025. Þess í stað héldu fulltrúar ráðstefnunnar sér við gamla markmiðið, sem sett var árið 2009, að fækka um helming fyrir árið 2015 þeim sem búa við hungur. Matvælaaðstoð hefur til þessa einkum falist í því, að auðug ríki hafa sent matvæli til fátækra ríkja, frekar en að senda þangað tækjabúnað, áburð og fræ eða útvega þeim aðstoð við áveitugerð og tæknikunnáttu, sem gæti komið bændum og veiðimönnum að gagni. Matvælin hafa svo að stórum hluta verið keypt af bændum í auðugu ríkjunum, þannig að þeir hafa hagnast á aðstoðinni. Matvælastofnunin segir að þetta verði að breytast. „Verkefni okkar er ekki bara að útvega þeim sem hungrar fæðu, heldur gera þeim kleift að afla sér fæðu sjálfir,“ sagði Ban. Matvælastofnunin segir að alþjóðasamfélagið hafi árum saman vanrækt landbúnaðarmál. „Stöðug fjárfesting í landbúnaði, sérstaklega landbúnaði smábænda, er lykillinn að matvælaöryggi,“ segir stofnunin í yfirlýsingu sinni. Vonast er til að þessi ráðstefna verði til þess að sú breyting, sem boðuð var á G8-fundinum í L‘Aquila á Ítalíu í sumar, nái fyrr fram að ganga. Þar hétu leiðtogar átta helstu iðnríkja heims því að verja 20 milljörðum Bandaríkjadala næstu þrjú árin í aðstoð við fátæka bændur. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira