Þurfum að spila góða vörn og vera skynsamar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 10:15 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka með deildarmeistaratitilinn. Mynd/Daníel Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira