Þurfum að spila góða vörn og vera skynsamar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 10:15 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka með deildarmeistaratitilinn. Mynd/Daníel Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira