Viðskipti innlent

Nefndarfundi frestað af því að fulltrúi Deloitte komst ekki

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, er formaður viðskiptanefndar Alþingis.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, er formaður viðskiptanefndar Alþingis. Mynd/Anton Brink
Sameiginlegum fundi viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis sem átti að vera klukkan eitt í dag, hefur verið frestað um óákveðin tíma. Til stóð að fara yfir mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á stöðu gömlu bankanna, sem og úttekt fyrirtækisins Oliver Waiman á aðferðarfræði Deloitte. Fulltrúar fyrirtækjanna áttu að mæta á fundinn ásamt fulltrúum Fjármálaeftirlitsins.

Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, segir að fundinum hafi verið frestað vegna þess að höfuðstöðvar Deloitte í Lundúnum hafi viljað senda fulltrúa þaðan, en ekki starfsmenn fyrirtækisins á Íslandi og þeir fulltrúar hefðu ekki haft færi á að koma til landsins fyrir klukkan eitt í dag. Ekki hafi verið ákveðið hvenær fundurinn verður en hann verði einhvern allra næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×