Handbolti

Róbert skoraði tvö í tapi Gummersbach

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson, leikmaður Gummersbach.
Róbert Gunnarsson, leikmaður Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach tapaði í kvöld fyrir Hamburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 32-24.

Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach en Hamburg náði m eð sigrinum í kvöld að hefna fyrir tapið í undanúrslitum bikarkeppninnar fyrr í mánuðinum.

Þá unnu Þýskalandsmeistarar Kiel lið Nordhorn í kvöld, 38-27. Kiel varð einnig bikarmeistari eftir að hafa lagt Gummersbach í úrslitaleiknum.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×