Innlent

Síbrotamaður í 18 mánaða fangelsi

Hæstiréttur staðfesti í dag 18 mánaða fangelsisdóm yfir Ragnari Davíð Bjarnasyni fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að aka bifreið án réttinda. Ragnar áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn sem fyrr segir. Fyrir dómi játaði Ragnar Davíð brot sín skýlaust en hann hefur margoft verið dæmdur í fangelsi og var á skilorði þegar brotin, sem hann var dæmdur fyrir, voru framin. Þótti hæfileg refsing ákærða því 18 mánuðir.

Greint var frá því í lok maí þegar Ragnar Davíð var stunginn í söluturni við Colbjörnsgade í Kaupmannahöfn. Dönsku lögreglunni þótti þá ljóst að Ragnar Davíð hefði ögrað árásarmanninum og ákvað að aðhafast ekki í málinu.

Þá sagði DV frá því að Sæmundur Pálsson, fyrrverandi lögreglumaður, sneri Ragnar Davíð niður einn síns liðs þegar Ragnar Davíð braust inn hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×