Innlent

2500 manns á Neistaflugi

Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sigurður Ingólfsson skrifar

Mikil stemmning er á Neistaflugi í Neskaupsstað. Um tvö þúsund og fimmhundruð manns taka þátt í hátíðahöldunum í ár.

Neistaflugshátíðin er haldin í sautjánda sinn í ár en hátíðin hófst með dansleik á fimmtudaginn í Egilsbúð. Troðfull dagskrá verður um helgina en hverfahátíð fór fram í gær þar sem allt var í regnbogans litum.

Vinsælt er víða um land að skipta bæjarfélögum upp í fjögur litahverfi og skapa þannig samheldni og nokkurs konar nágrannasamstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×