Innlent

Endurbyggður „Stýró“ vígður

Gervigraslagður sparkvöllur við Öldugötu í Reykjavík, við hlið gamla Stýrimannaskólaskólans og síðar Vesturbæjarskólans, verður vígður klukkan tólf á hádegi í dag. Vígsla hins endurbyggða „Stýró", eins og svæðið var lengi kallað, helst í hendur við hátíðarhöld vegna 110 ára afmælis KR.

Hátíðin hefst klukkan 13.30 með skrúðgöngu frá Melaskóla að KR-svæðinu. Hjá KR-heimilinu verða leiktæki, grill og veitingar seldar.

Einnig verður gestum boðið upp á kynslóðaleik í knattspyrnu. Þar munu lið skipuð landsliðsmönnum og Íslands- og bikarmeisturum KR í gegnum tíðina takast á. - kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×