Innlent

Ísland ódýrast í heimi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Pundið hefur veikst gagnvart flestum gjaldmiðlum - nema krónunni.
Pundið hefur veikst gagnvart flestum gjaldmiðlum - nema krónunni.

Ísland er ódýrasta land heims fyrir Breta, að því er kemur fram í skýrslu bresku póstþjónustunnar yfir ódýra áfangastaði. Það er að sögn fyrirtækisins vegna þess að Ísland er eini ferðamannastaður heims, auk Jamaíka, Ungverjalands og Póllands, þar sem breska pundið hefur styrskt, en ekki veikst.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir:

„Ævintýraþyrstir ferðamenn geta notið dagsljóss 24 tíma á dag ef þeir ferðast til Íslands í sumar. Gjaldeyririnn mun endast 40% betur í ár en hann gerði í fyrra. Með hruni krónunnar hefur land miðnætursólarinnar náð efsta sætinu í skýrslu ferðaþjónustu póstsins yfir ódýra áfangastaði."

Talsmaður póstþjónustunnar hvatti fólk til að nýta sér gengismun gjaldmiðlanna og ferðast t.d. til Ísland, en það hefur reynst Bretum dýrt hingað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×