Breska stjórnin getur ekki farið íslensku leiðina 21. janúar 2009 12:27 Breska ríkið getur ekki farið íslensku leiðina og þjóðnýtt Royal Bank of Scotland að fullu að mati viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph. Hann segir vanda á höndum því breska stjórnin hafi ekki efni á að láta hann fara í þrot og heldur ekki efni á að taka hann allan yfir. Ambrose Evans-Pritchard er viðskiptaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph og hefur kynnt sér ástandið á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hann var í viðtali á markaðnum í júlí síðastliðnum þar sem hann sagði íslenskt efnahagslíf í kreppu. Íslendingar hefðu farið of geyst, verið of öruggir og alltof bjartsýnir. Hann sagði að Bretar yrðu einnig illa settir. Í grein í gær fjallar hann um vanda Royal Bank of Scotland. Breska ríkið tók yfir fimmtíu og átta prósenta hlut í bankanum í fyrri bankabjörgun. Fyrr í vikunni tilkynntu stjórnendur að tap bankans í fyrra væri met í breskri fjármálasögu. Nærri tuttugu og átta milljarðar punda hefðu tapast, jafnvirði um fimm þúsund milljarða króna - nærri því tíföld útgjöld íslenska ríkisins í ár. Þá tilkynnti breska ríkið að hlutur þess í bankanum yrði aukin upp í ríflega sjötíu prósent og það hluti að nýjustu bankabjörgun Breta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki viss um að hún dugi og spáir því að þjóðnýta þurfi einhverja breska banka að fullu. Standard & Poors hefur ekki lækkað lánshæfismat breska ríkisins niður fyrir þrefallt A en sérfræðingar telja margir að það geti gerst. Það yrði áfall enda lækkaði lánshæfismatið ekki svo mikið þó Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn hafi verið kallaður til að bjarga breskum fjárhag 1976. Evans-Pritchard ber ástandið í Bretlandi saman við atburðina á Íslandi í haust og segir stöðuna um margt sambærilega. Gjaldeyrisforði Breta er undir sextíu og einum milljarði bandaríkjadala sem er minna en í Malasíu og Taílandi. Erlendar skuldir breskra banka eru 4,4 trilljónir dollara eða tvöföld verg landsframleiðsla Breta. Pundið hefur hrunið um tíu sent gagnvart dollara á tveimur dögum. Evans-Pritchard segir að breska ríkið þurfi hugsanlega að taka yfir Royal Bank of Scotland og fleiri banka að fullu en hafi vart efni á að taka yfir erlendar skuldir þeirra. Það geti ekki gengið frá þeim líkt og hjá íslenskum stjórnvöldum því þar með færi trúverðugleiki breska viðskiptakerfisins til fjandans og alvarleg og langvarandi kreppa myndi skella á. Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Breska ríkið getur ekki farið íslensku leiðina og þjóðnýtt Royal Bank of Scotland að fullu að mati viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph. Hann segir vanda á höndum því breska stjórnin hafi ekki efni á að láta hann fara í þrot og heldur ekki efni á að taka hann allan yfir. Ambrose Evans-Pritchard er viðskiptaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph og hefur kynnt sér ástandið á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hann var í viðtali á markaðnum í júlí síðastliðnum þar sem hann sagði íslenskt efnahagslíf í kreppu. Íslendingar hefðu farið of geyst, verið of öruggir og alltof bjartsýnir. Hann sagði að Bretar yrðu einnig illa settir. Í grein í gær fjallar hann um vanda Royal Bank of Scotland. Breska ríkið tók yfir fimmtíu og átta prósenta hlut í bankanum í fyrri bankabjörgun. Fyrr í vikunni tilkynntu stjórnendur að tap bankans í fyrra væri met í breskri fjármálasögu. Nærri tuttugu og átta milljarðar punda hefðu tapast, jafnvirði um fimm þúsund milljarða króna - nærri því tíföld útgjöld íslenska ríkisins í ár. Þá tilkynnti breska ríkið að hlutur þess í bankanum yrði aukin upp í ríflega sjötíu prósent og það hluti að nýjustu bankabjörgun Breta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki viss um að hún dugi og spáir því að þjóðnýta þurfi einhverja breska banka að fullu. Standard & Poors hefur ekki lækkað lánshæfismat breska ríkisins niður fyrir þrefallt A en sérfræðingar telja margir að það geti gerst. Það yrði áfall enda lækkaði lánshæfismatið ekki svo mikið þó Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn hafi verið kallaður til að bjarga breskum fjárhag 1976. Evans-Pritchard ber ástandið í Bretlandi saman við atburðina á Íslandi í haust og segir stöðuna um margt sambærilega. Gjaldeyrisforði Breta er undir sextíu og einum milljarði bandaríkjadala sem er minna en í Malasíu og Taílandi. Erlendar skuldir breskra banka eru 4,4 trilljónir dollara eða tvöföld verg landsframleiðsla Breta. Pundið hefur hrunið um tíu sent gagnvart dollara á tveimur dögum. Evans-Pritchard segir að breska ríkið þurfi hugsanlega að taka yfir Royal Bank of Scotland og fleiri banka að fullu en hafi vart efni á að taka yfir erlendar skuldir þeirra. Það geti ekki gengið frá þeim líkt og hjá íslenskum stjórnvöldum því þar með færi trúverðugleiki breska viðskiptakerfisins til fjandans og alvarleg og langvarandi kreppa myndi skella á.
Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira