Viðskipti innlent

Orðrómur um yfirtöku ríkisins á Icelandair rangur

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair að hluta til eða öllu leyti er tilhæfulaus með öllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Fram kemur að Steingrímur hefi engar upplýsingar um annað en að rekstur flugfélagsins gangi eftir atvikum og miðað við aðstæður vel.

„Má halda því fram að félaginu hafi tekist vel til í afar erfiðu starfsumhverfi að undanförnu. Þó erfiðleikar kunni að herja á einhverja í eigendahópi félagsins, eins og því miður mjög marga aðra, um þessar mundir, breytir það ekki því sem að ofan greinir um stöðu félagsins og dugmikla baráttu stjórnenda þess við erfiðar aðstæður," segir í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×