Bretar segjast ekki hafa beitt AGS þrýstingi Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 1. ágúst 2009 11:12 Franek Rozwadowski, fastafulltrúi AGS á Íslandi. Bretar neituðu í gær að hafa beitt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þrýstingi vegna Icesave, að því er fram kemur í fréttaskýringu í breska viðskiptablaðinu Financial Times. Þar kemur fram að íslensk yfirvöld gruni að AGS reyni að þrýsta á Alþingi um að staðfesta Icesave samninginn með því að tefja lán til landsins. Bretar segjast hins vegar hvergi hafa komið þar nærri og benda á að það séu þeirra hagsmunir að íslenskt efnahagslíf taki við sér. „Ríkisstjórnin styður áætlun AGS á Íslandi fullkomlega," segir fjármálaráðuneyti Bretlands. Í fréttaskýringunni segir að í London finnist mönnum sem Íslendingar hafi tilhneigingu til að sjá breskt eða hollenskt samsæri að baki öllum slæmum fréttum. Þá hafi Íslendingar gerst andsnúnir Bretum eftir að þeir beittu Landsbankann hryðjuverkalögum í október og reiði almennings hafi aftur blossað upp eftir að skilmálar Icesave samningsins voru gerðir ljósir. Fréttaskýringu Financial Times má lesa hér, en þar er einnig fjallað um það hvernig AGS hefur reynt að gera sem minnst úr ósættinu við íslensk stjórnvöld vegna frestunar lána sjóðsins. Tengdar fréttir Lán AGS frestast um mánuð Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 30. júlí 2009 22:20 Pólitíkin réði fyrirtöku AGS að lokum „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrirtaka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave. 1. ágúst 2009 05:00 Frestun AGS gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum „Ég óttast að þetta fæli kröfuhafana frá því að verða eigendur að bönkunum. Það er erfitt að ætla að verða eigandi banka þegar þú veist ekki hver aðkoma stjórnvalda er að bankakerfinu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) á lánveitingu til Íslands. 1. ágúst 2009 07:30 AGS lánið frestast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg. 30. júlí 2009 15:36 Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september. 1. ágúst 2009 09:34 Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta. 30. júlí 2009 18:56 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bretar neituðu í gær að hafa beitt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þrýstingi vegna Icesave, að því er fram kemur í fréttaskýringu í breska viðskiptablaðinu Financial Times. Þar kemur fram að íslensk yfirvöld gruni að AGS reyni að þrýsta á Alþingi um að staðfesta Icesave samninginn með því að tefja lán til landsins. Bretar segjast hins vegar hvergi hafa komið þar nærri og benda á að það séu þeirra hagsmunir að íslenskt efnahagslíf taki við sér. „Ríkisstjórnin styður áætlun AGS á Íslandi fullkomlega," segir fjármálaráðuneyti Bretlands. Í fréttaskýringunni segir að í London finnist mönnum sem Íslendingar hafi tilhneigingu til að sjá breskt eða hollenskt samsæri að baki öllum slæmum fréttum. Þá hafi Íslendingar gerst andsnúnir Bretum eftir að þeir beittu Landsbankann hryðjuverkalögum í október og reiði almennings hafi aftur blossað upp eftir að skilmálar Icesave samningsins voru gerðir ljósir. Fréttaskýringu Financial Times má lesa hér, en þar er einnig fjallað um það hvernig AGS hefur reynt að gera sem minnst úr ósættinu við íslensk stjórnvöld vegna frestunar lána sjóðsins.
Tengdar fréttir Lán AGS frestast um mánuð Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 30. júlí 2009 22:20 Pólitíkin réði fyrirtöku AGS að lokum „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrirtaka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave. 1. ágúst 2009 05:00 Frestun AGS gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum „Ég óttast að þetta fæli kröfuhafana frá því að verða eigendur að bönkunum. Það er erfitt að ætla að verða eigandi banka þegar þú veist ekki hver aðkoma stjórnvalda er að bankakerfinu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) á lánveitingu til Íslands. 1. ágúst 2009 07:30 AGS lánið frestast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg. 30. júlí 2009 15:36 Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september. 1. ágúst 2009 09:34 Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta. 30. júlí 2009 18:56 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lán AGS frestast um mánuð Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 30. júlí 2009 22:20
Pólitíkin réði fyrirtöku AGS að lokum „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrirtaka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave. 1. ágúst 2009 05:00
Frestun AGS gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum „Ég óttast að þetta fæli kröfuhafana frá því að verða eigendur að bönkunum. Það er erfitt að ætla að verða eigandi banka þegar þú veist ekki hver aðkoma stjórnvalda er að bankakerfinu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) á lánveitingu til Íslands. 1. ágúst 2009 07:30
AGS lánið frestast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg. 30. júlí 2009 15:36
Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september. 1. ágúst 2009 09:34
Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta. 30. júlí 2009 18:56