Viðskipti innlent

Landsbankinn leysir til sín hlut Finns í Icelandair Group

Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín tæplega 24% hlut Langflugs hf. í Icelandair Group. Skilanefndin leysir til sín hlutinn á genginu 4,5, sem er sama gengi og Íslandsbanki notaði er bankinn leysti til sín 42% hlut í Icelandair.

Langflug hf. er að stórum hluta í eigu Finns Ingólfssonar. Gift átti þriðjung í félaginu á móti Finni. Flestir áttu von á að þessi hlutur yrði leystur inn af skilanefnd Landsbankans.

Í tilkynningu um málið segir að hluturinn sem var innleystur hafi verið trygging gegn lánum vegna hlutabréfa í Icelandair Group.

Aðgerðin hefur engin áhrif á daglegan rekstur Icelandair Group.

Með þessari aðgerð er eignarhlutur ríkisins í Icelandair kominn í um 80%.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×