Stjarnan jafnaði metin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2009 19:05 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, lék áður með Snæfelli. Mynd/Vilhelm Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leik lokið: Stjarnan - Snæfell 99-79 Öruggur sigur Stjörnunnar í höfn eftir yfirburði í fjórða leikhluta. Stjörnumenn hafa verið þekktir í vetur fyrir að spila vel í lokaleikhlutanum og það var tilfellið í kvöld. Snæfellingar reyndu að komast inn í leikinn með því að skipta yfir í svæðisvörn sem virtist ætla að bera árangur. Þeir voru hins vegar sjálfum sér verstir og nýttu tækifærin sem þeir sköpuðu sér illa. Justin Shouse og Jovan Zdravevski fóru mikinn í leiknum. Shouse með 28 stig og Zdravevski 24. Ólafur Sigurðsson skoraði sautján stig, Fannar Freyr Helgason ellefu og Guðjón Lárusson tíu. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson stigahæstur með átján stig. Hlynur Bæringsson skoraði sautján og Lucious Wagner sextán. 37. mínúta: Stjarnan - Snæfell 82-66 Jovan Zdravevski með sinn annan þrist í röð. Alls fjórir þristar í leiknum og 23 stig. 36. mínúta: Stjarnan - Snæfell 79-62 Snæfellingar með sjö stig í röð og nú síðast Jovan með þrist. Tíminn er að renna út fyrir Snæfellinga. Slobodan Subasic fór út af með fimm villur í upphafi leikhlutans en heimamenn hafa einnig misst mann af velli af sömu sökum - Guðjón Lárusson. 34. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-62 Snæfell hefur skipt yfir í svæðisvörn sem heimamönnum gengur illa að leysa. Snæfellingar hafa þó nýtt tækifærin sem þeir hafa fengið í kjölfarið afar illa en þó skorað fimm stig í röð. 32. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-57 Snæfellingar taka leikhlé enda hræðileg byrjun hjá þeim í fjórða leikhluta. Þeir gera enn klaufaleg mistök í sínum sóknarleik og það færa heimamenn sér í nyt. Stjörnumenn hafa einnig verið grimmari í fráköstunum síðustu mínúturnar. Ekki hjálpar heldur til að gestirnir hafa nýtt vítaskotin sín illa, aðeins fimm af ellfu í leiknum. 3. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 66-55 Snæfell komst í þrettán stiga forystu, 66-53, en Magni Hafsteinsson átti síðustu körfu leikhlutans fyrir Snæfell. Justin Shouse heldur uppteknum hætti hjá heimamönnum og hefur alls skorað 23 stig. Jovan Zdravevski er með fimmtán stig og Ólafur Sigurðsson ellefu. Hjá Snæfelli er Lucious Wagner kominn með fjórtán stig. 28. mínúta: Stjarnan - Snæfell 60-53 Snæfellingum hefur illa gengið í sóknarleik sínum og Stjörnumenn komust í tíu stiga forystu í stöðunni 60-50. En gestirnir svara með þristi um hæl. Magni Hafsteinsson þar á ferð. 25. mínúta: Stjarnan - Snæfell 55-48 Stjörnumenn halda forystunni í upphafi síðari hálfleiks en liðið skoraði fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum. Hálfleikur: Stjarnan - Snæfell 45-42 Stjörnumenn klára fyrri hálfleikum á jákvæðum nótum og ganga til búningsklefa með þriggja stiga forystu í hálfleik. Justin Shouse hefur farið mikinn í fyrri hálfleik og skorað átján stig. Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson eru með níu stig hvor hjá Snæfelli en Hlynur með ellefu fráköst. Lucious Wagner er með átta stig. Snæfellingar eru þó í villuvandræðum. Magni Hafsteinsson og Slobodan Subasic eru báðir komnir með þrjár villur en Shouse er sá eini í Stjörnunni sem hefur fengið tvær villur. 19. mínúta: Stjarnan - Snæfell 42-42 Snæfellingar hafa verið klaufar á síðustu mínútum og tapað nokkrum boltum. Shouse kom Stjörnunni í 42-39 með þristi en Jón Ólafur svaraði um hæl. 16. mínúta: Stjarnan - Snæfell 35-37 Snæfellingar hafa verið að reyna að byggja upp forskot en það hefur lítið gengið. Stjörnumenn berjast um hvern bolta og þar eru fáir duglegri en Fannar Freyr Helgason. 13. mínúta: Stjarnan - Snæfell 30-29 Snæfellingar komust í 27-20 en heimamenn svöruðu með sjö stigum í röð. Gestirnir gerðu klaufaleg mistök í sóknarleik sínum sem Stjörnumenn færðu sér í nyt. 1. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 20-24 Snæfellingar hafa tekið völdin í leiknum. Þeir náðu meira að segja að stela boltanum á lokasekúndum leikhlutans þar sem Hlynur Bæringsson skoraði úr vonlausri stöðu. 8. mínúta: Stjarnan - Snæfell 18-19 Snæfellingar komust yfir, 17-16, með tveimur vítaköstum Sigurðar Þorvaldssonar sem hann fékk eftir frákastabaráttu við Guðjón Lárusson. Guðjón var þá nýkominn inn á en fór af velli alblóðugur í andlitinu eftir viðskiptin við Sigurð. 6. mínúta: Stjarnan - Snæfell 15-12 Snæfellingar skoruðu sex stig í röð strax eftir leikhléið. Þeir eru farnir að herða tökin í varnarleiknum og ganga á lagið í sókninni. 4. mínúta: Stjarnan - Snæfell 13-4 Alls skoraði Stjarnan ellefu stig í röð. Liðið hefur verið að frákasta frábærlega þessar fyrstu mínútur leiksins. Keflvíkingar eru í bullandi vandræðum og hefur Snæfell tekið leikhlé. 3. mínúta: Stjarnan - Snæfell 9-2 Níu stig frá Snæfellingum í röð. Stjörnumenn eru að spila hörkuvörn og Justin Shouse er þegar kominn með fjögur stig. 1. mínúta: Stjarnan - Snæfell 0-2 Leikurinn hafinn í Ásgarði. Stjörnumenn unnu uppkastið en Snæfellingar fengu boltann eftir að þriggja stiga skot hjá Jovan Zdravevski geigaði. Jón Ólafur Jónsson skoraði svo fyrstu stig leiksins. 19.07 - Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Stjörnunnar og Snæfells verður lýst. Stjarnan er í fyrsta sinn að leika í úrslitakeppni deildarinnar en liðið varð þar að auki bikarmeistari í fyrsta sinn á leiktíðinni. Snæfell varð í þriðja sæti í deildinni og Stjarnan í því sjötta en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Snæfellinga. Dominos-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leik lokið: Stjarnan - Snæfell 99-79 Öruggur sigur Stjörnunnar í höfn eftir yfirburði í fjórða leikhluta. Stjörnumenn hafa verið þekktir í vetur fyrir að spila vel í lokaleikhlutanum og það var tilfellið í kvöld. Snæfellingar reyndu að komast inn í leikinn með því að skipta yfir í svæðisvörn sem virtist ætla að bera árangur. Þeir voru hins vegar sjálfum sér verstir og nýttu tækifærin sem þeir sköpuðu sér illa. Justin Shouse og Jovan Zdravevski fóru mikinn í leiknum. Shouse með 28 stig og Zdravevski 24. Ólafur Sigurðsson skoraði sautján stig, Fannar Freyr Helgason ellefu og Guðjón Lárusson tíu. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson stigahæstur með átján stig. Hlynur Bæringsson skoraði sautján og Lucious Wagner sextán. 37. mínúta: Stjarnan - Snæfell 82-66 Jovan Zdravevski með sinn annan þrist í röð. Alls fjórir þristar í leiknum og 23 stig. 36. mínúta: Stjarnan - Snæfell 79-62 Snæfellingar með sjö stig í röð og nú síðast Jovan með þrist. Tíminn er að renna út fyrir Snæfellinga. Slobodan Subasic fór út af með fimm villur í upphafi leikhlutans en heimamenn hafa einnig misst mann af velli af sömu sökum - Guðjón Lárusson. 34. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-62 Snæfell hefur skipt yfir í svæðisvörn sem heimamönnum gengur illa að leysa. Snæfellingar hafa þó nýtt tækifærin sem þeir hafa fengið í kjölfarið afar illa en þó skorað fimm stig í röð. 32. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-57 Snæfellingar taka leikhlé enda hræðileg byrjun hjá þeim í fjórða leikhluta. Þeir gera enn klaufaleg mistök í sínum sóknarleik og það færa heimamenn sér í nyt. Stjörnumenn hafa einnig verið grimmari í fráköstunum síðustu mínúturnar. Ekki hjálpar heldur til að gestirnir hafa nýtt vítaskotin sín illa, aðeins fimm af ellfu í leiknum. 3. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 66-55 Snæfell komst í þrettán stiga forystu, 66-53, en Magni Hafsteinsson átti síðustu körfu leikhlutans fyrir Snæfell. Justin Shouse heldur uppteknum hætti hjá heimamönnum og hefur alls skorað 23 stig. Jovan Zdravevski er með fimmtán stig og Ólafur Sigurðsson ellefu. Hjá Snæfelli er Lucious Wagner kominn með fjórtán stig. 28. mínúta: Stjarnan - Snæfell 60-53 Snæfellingum hefur illa gengið í sóknarleik sínum og Stjörnumenn komust í tíu stiga forystu í stöðunni 60-50. En gestirnir svara með þristi um hæl. Magni Hafsteinsson þar á ferð. 25. mínúta: Stjarnan - Snæfell 55-48 Stjörnumenn halda forystunni í upphafi síðari hálfleiks en liðið skoraði fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum. Hálfleikur: Stjarnan - Snæfell 45-42 Stjörnumenn klára fyrri hálfleikum á jákvæðum nótum og ganga til búningsklefa með þriggja stiga forystu í hálfleik. Justin Shouse hefur farið mikinn í fyrri hálfleik og skorað átján stig. Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson eru með níu stig hvor hjá Snæfelli en Hlynur með ellefu fráköst. Lucious Wagner er með átta stig. Snæfellingar eru þó í villuvandræðum. Magni Hafsteinsson og Slobodan Subasic eru báðir komnir með þrjár villur en Shouse er sá eini í Stjörnunni sem hefur fengið tvær villur. 19. mínúta: Stjarnan - Snæfell 42-42 Snæfellingar hafa verið klaufar á síðustu mínútum og tapað nokkrum boltum. Shouse kom Stjörnunni í 42-39 með þristi en Jón Ólafur svaraði um hæl. 16. mínúta: Stjarnan - Snæfell 35-37 Snæfellingar hafa verið að reyna að byggja upp forskot en það hefur lítið gengið. Stjörnumenn berjast um hvern bolta og þar eru fáir duglegri en Fannar Freyr Helgason. 13. mínúta: Stjarnan - Snæfell 30-29 Snæfellingar komust í 27-20 en heimamenn svöruðu með sjö stigum í röð. Gestirnir gerðu klaufaleg mistök í sóknarleik sínum sem Stjörnumenn færðu sér í nyt. 1. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 20-24 Snæfellingar hafa tekið völdin í leiknum. Þeir náðu meira að segja að stela boltanum á lokasekúndum leikhlutans þar sem Hlynur Bæringsson skoraði úr vonlausri stöðu. 8. mínúta: Stjarnan - Snæfell 18-19 Snæfellingar komust yfir, 17-16, með tveimur vítaköstum Sigurðar Þorvaldssonar sem hann fékk eftir frákastabaráttu við Guðjón Lárusson. Guðjón var þá nýkominn inn á en fór af velli alblóðugur í andlitinu eftir viðskiptin við Sigurð. 6. mínúta: Stjarnan - Snæfell 15-12 Snæfellingar skoruðu sex stig í röð strax eftir leikhléið. Þeir eru farnir að herða tökin í varnarleiknum og ganga á lagið í sókninni. 4. mínúta: Stjarnan - Snæfell 13-4 Alls skoraði Stjarnan ellefu stig í röð. Liðið hefur verið að frákasta frábærlega þessar fyrstu mínútur leiksins. Keflvíkingar eru í bullandi vandræðum og hefur Snæfell tekið leikhlé. 3. mínúta: Stjarnan - Snæfell 9-2 Níu stig frá Snæfellingum í röð. Stjörnumenn eru að spila hörkuvörn og Justin Shouse er þegar kominn með fjögur stig. 1. mínúta: Stjarnan - Snæfell 0-2 Leikurinn hafinn í Ásgarði. Stjörnumenn unnu uppkastið en Snæfellingar fengu boltann eftir að þriggja stiga skot hjá Jovan Zdravevski geigaði. Jón Ólafur Jónsson skoraði svo fyrstu stig leiksins. 19.07 - Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Stjörnunnar og Snæfells verður lýst. Stjarnan er í fyrsta sinn að leika í úrslitakeppni deildarinnar en liðið varð þar að auki bikarmeistari í fyrsta sinn á leiktíðinni. Snæfell varð í þriðja sæti í deildinni og Stjarnan í því sjötta en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Snæfellinga.
Dominos-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira