Skuldir Manchester United seldar á tombóluverði 16. mars 2009 10:43 Skuldir enska fótboltafélagsins Manchester United eru nú seldar á tombóluverði þar sem lánadrottnar félagsins eru óttaslegnir yfir skuldastöðu félagsins. Forgangslán félagsins ganga nú kaupum og sölum á 70% af nafnvirði. Í frétt um málið í blaðinu Guardian segir að stuðningsmenn Manchester United hafi lengi haft áhyggjur af skuldum félagsins enda var félagið keypt af bandaríkjamanninum Malcom Glazer með mikilli skuldsetningu sem hann síðan setti yfir á félagið að kaupunum loknum. Raunar líkust kaup Glazer helst skuldsettri yfirtöku á hlutafélagi. Meðan að allt lék í lyndi á fjármálamörkuðum heimsins 2006 til 2007 gekk dæmið upp hjá Glazer enda hægt að fá lán á mjög hagstæðum kjörum. Þessi staða hefur alveg snúist við í fjármálakreppunni. Og þótt Manchester United eigi nú von í að vinna fimm titla á þessu keppnistímabili vegur það þyngra hjá lándrottnum félagsins að það mun missa samning sinn við bandaríska tryggingarrisann AIG um næstu áramót. Sá samningur gaf félaginu tæplega 57 milljónir punda eða um 9 milljarða kr. í aðra hönd. Engar líkur eru taldar á að félagið fái viðlíka upphæð úr næsta kostunarsamningi sínum. Þar að auki er reiknað með félagið, eins og önnur fótboltafélög á Bretlandi, verði að lækka verð á leiki sína til að mæta versnandi efnahag stuðningsmanna sinna í kreppunni. Auk þess munu sjónvarpsréttindi ekki gefa jafnmikið af sér og áður svo dæmi séu tekin. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skuldir enska fótboltafélagsins Manchester United eru nú seldar á tombóluverði þar sem lánadrottnar félagsins eru óttaslegnir yfir skuldastöðu félagsins. Forgangslán félagsins ganga nú kaupum og sölum á 70% af nafnvirði. Í frétt um málið í blaðinu Guardian segir að stuðningsmenn Manchester United hafi lengi haft áhyggjur af skuldum félagsins enda var félagið keypt af bandaríkjamanninum Malcom Glazer með mikilli skuldsetningu sem hann síðan setti yfir á félagið að kaupunum loknum. Raunar líkust kaup Glazer helst skuldsettri yfirtöku á hlutafélagi. Meðan að allt lék í lyndi á fjármálamörkuðum heimsins 2006 til 2007 gekk dæmið upp hjá Glazer enda hægt að fá lán á mjög hagstæðum kjörum. Þessi staða hefur alveg snúist við í fjármálakreppunni. Og þótt Manchester United eigi nú von í að vinna fimm titla á þessu keppnistímabili vegur það þyngra hjá lándrottnum félagsins að það mun missa samning sinn við bandaríska tryggingarrisann AIG um næstu áramót. Sá samningur gaf félaginu tæplega 57 milljónir punda eða um 9 milljarða kr. í aðra hönd. Engar líkur eru taldar á að félagið fái viðlíka upphæð úr næsta kostunarsamningi sínum. Þar að auki er reiknað með félagið, eins og önnur fótboltafélög á Bretlandi, verði að lækka verð á leiki sína til að mæta versnandi efnahag stuðningsmanna sinna í kreppunni. Auk þess munu sjónvarpsréttindi ekki gefa jafnmikið af sér og áður svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira