Ein fegursta ofursnekkja heims er til sölu 8. september 2009 13:14 Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að Corsair Nero sé blanda af 100 ára gamalli hönnun og öllum nútímaþægindum sem hugsanleg eru í snekkju af þessari stærð. Hönnun er sú sama og lá til grundvallar smíði fyrstu Corsair snekkjunnar sem var sérsmíðuð fyrir auðjöfurinn og bankamanninn J.P. Morgan á sínum tíma. Alls voru fjórar slíkar snekkjur smíðaðar fyrir Morgan og hinni síðustu, Corsair iV var hleypt af stokkunum árið 1930. Eigandi og seljandi Corsair Nero er Lundúnabúinn Neil Taylor sem upphaflega ætlaði að útvega sér eintak af einni af hinum upprunalegu Corsair snekkjum og gera hana upp. Það reyndist ekki hægt og því ákvað Taylor að smíða eina slíka frá grunni. Corsair Nero er smíðuð í kínversku skipasmíðastöðnni Yantai Raffles Shipyard. Þar unnu um 400 skipasmiðir í yfir þrjú ár með mikilli leynd að verkinu. Allar innréttingar eru úr tekki-trjám frá Burma, káetur eru lagðar marmara, bókasafn er til staðar og allar ljósakrónur um borð eru eftirlíkingar úr Asturlandahraðlestinni árið 1930. Þar fyrir utan eru flatskjáir í öllum káetum, einnig ipod tengingar, þráðlaust internet um gerfihnattasamband og ýmislegt fleiri. Corsair Nero er með gistirými fyrir 12 farþega og nær 17 hnúta hraða með aðstoð tveggja Caterpillar véla sem gefa af sér 2.333 hestöfl. Fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaup Corsair Nero fyrir 105 milljónir dollara er hægt að leigja snekkjuna um þessar mundir fyrir litla 450.000 dollara á viku. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að Corsair Nero sé blanda af 100 ára gamalli hönnun og öllum nútímaþægindum sem hugsanleg eru í snekkju af þessari stærð. Hönnun er sú sama og lá til grundvallar smíði fyrstu Corsair snekkjunnar sem var sérsmíðuð fyrir auðjöfurinn og bankamanninn J.P. Morgan á sínum tíma. Alls voru fjórar slíkar snekkjur smíðaðar fyrir Morgan og hinni síðustu, Corsair iV var hleypt af stokkunum árið 1930. Eigandi og seljandi Corsair Nero er Lundúnabúinn Neil Taylor sem upphaflega ætlaði að útvega sér eintak af einni af hinum upprunalegu Corsair snekkjum og gera hana upp. Það reyndist ekki hægt og því ákvað Taylor að smíða eina slíka frá grunni. Corsair Nero er smíðuð í kínversku skipasmíðastöðnni Yantai Raffles Shipyard. Þar unnu um 400 skipasmiðir í yfir þrjú ár með mikilli leynd að verkinu. Allar innréttingar eru úr tekki-trjám frá Burma, káetur eru lagðar marmara, bókasafn er til staðar og allar ljósakrónur um borð eru eftirlíkingar úr Asturlandahraðlestinni árið 1930. Þar fyrir utan eru flatskjáir í öllum káetum, einnig ipod tengingar, þráðlaust internet um gerfihnattasamband og ýmislegt fleiri. Corsair Nero er með gistirými fyrir 12 farþega og nær 17 hnúta hraða með aðstoð tveggja Caterpillar véla sem gefa af sér 2.333 hestöfl. Fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaup Corsair Nero fyrir 105 milljónir dollara er hægt að leigja snekkjuna um þessar mundir fyrir litla 450.000 dollara á viku.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira