Innlent

Fjölsmiðjan stækkar við sig

bjartsýnn Þorbjörn segist bjartsýnn á hlutverk Fjölsmiðjunnar og að hægt verði að létta á biðlistum í nýja húsnæðinu.
fréttablaðið/hari
bjartsýnn Þorbjörn segist bjartsýnn á hlutverk Fjölsmiðjunnar og að hægt verði að létta á biðlistum í nýja húsnæðinu. fréttablaðið/hari

samfélagsmál „Við tókum ekki þátt í góðærinu og verðum eiginlega bara vör við kreppuna í aukinni aðsókn ungs fólks,“ segir Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar.

„Við borgum 74 krökkum út núna um mánaðamótin og yfir 40 eru á biðlista.“

Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun í eigu Rauða krossins, sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Þar er rekin starfsemi fyrir 16 til 24 ára ungmenni sem af einhverjum ástæðum eru atvinnulaus eða hafa dottið úr skóla. Þorbjörn segir starfsemi af þessu tagi mikilvæga í því árferði sem nú er.

„Það unga fólk sem missir vinnuna, eða fær ekki vinnu þegar það kemur út á vinnumarkaðinn, getur leitað til okkar, því við höfum sýnt okkur vera fínt vinnuúrræði og vinnuþjálfunarsetur.“

Þorbjörn er bjartsýnn á framtíðina, enda er verið að ganga frá samningum um stærra húsnæði sem verður í Víkurhvarfi. Ríkið mun greiða 60 prósent af leigu og sveitarfélögin 40 prósent. Þorbjörn segir að með nýja húsinu verði hægt að fjölga nemum og grynnka á biðlistum.

„Þegar góðærið skellur aftur á verðum við með fullt af ungu fólki sem er hæft út á vinnumarkaðinn.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×