Innlent

Bandarískur ríkisborgari lést úr svínaflensu

Betra þykir að ganga með andlitsgrímur í Mexíkó þessa daganna.
Betra þykir að ganga með andlitsgrímur í Mexíkó þessa daganna.

Bandarísk kona á fertugsaldri lést úr svínaflensu fyrr í vikunni. Konan er frá Texas en samkvæmt frétt BBC um málið þá hafði hún einnig verið þjökuð af veikindum fyrir.

Dauðsfall konunnar er annað staðfesta tilfellið um dauða einstaklings fyrir utan Mexíkó. Fyrir lést kornabarn sem kom frá Mexíkó í Bandaríkjunum.

Alls hafa 61 einstaklingur greinst með fuglaflensuna í Texas sem er nálægt landamærum Mexíkó. Alls hefur veiran greinst í 21 landi og 403 hafa veikst. Veiran hefur þó verið áberandi slæm í Mexíkó og beinlínis lamað efnahagslíf landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×