Erlent

Hommahatari í mál við Breta vegna bannlista

Hommahatarinn Michael Savage.
Hommahatarinn Michael Savage.

Bandaríski útvarpsmaðurinn, Michael Savage, er einn af sextán einstaklingum sem bresk yfirvöld telja óæskilega gesti og hafa bannað að koma til landsins vegna skoðana sinna og gjörða. Michael er útvarpsmaður og ötull andstæðingur samkynhneygðar.

Á listanum eru nöfn mið-austurlenskra hryðjuverkamanna og morðingja. Síðan má finna nafn Michaels sem er álitinn haturspredikari af breskum yfirvöldum.

Útvarpsmaðurinn hatursfulli er verulega móðgaður yfir því að vera á listanum og hefur ákveðið að lögsækja Jaqui Smith, innanríkisráðherra Bretlands.

Hann er þegar kominn með breskan lögfræðing sem telur meiri líkur en minni á að Michael sigri. Beri útvarpsmaðurinn sigurorð af Bretunum þá þarf ríkið hugsanlega að greiða honum 200 þúsund pund.

Michael er ekki algjörlega saklaus af skoðunum sínum enda margir sem halda því fram að hann ali á ofbeldisfullu hatri á samkynhneygðum einstaklingum, sem hann telur að grafi undan hefðbundnu bandarísku þjóðfélagi.

Hann hefur skrifað metsölubækur um efnið auk þess sem hann heldur úti gríðarlega vinsælum útvarpsþætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×