Innlent

Tvö umferðaróhöpp á Akureyri

Tvö umferðaróhöpp urðu á mótum Hamarstígs og Þórunnarstrætis á Akureyri með skömmu millibili undir kvöld í gær. Fyrst lentu þrír bílar þar í árekstri, en enginn meiddist alvarlega. Svo hjólaði tólf ára stúlka í veg fyrir bíl, sem var um það bil að nema staðar við biðskyldu. Hún féll í götuna en meiddist lítið. Alls voru sjö manneskjur fluttar á sjúkrahúsið til aðhlynningar og skoðunar vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×