KR-konur hafa unnið alla sex „úrslitaleiki" sína eftir áramót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2009 12:15 Sigrún Ámundadóttir hefur spilað vel fyrir KR í stóru leikjunum í vetur. Mynd/Arnþór KR-konur náðu á sunnudagskvöldið að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni með 9 stiga sigri í fjórða leiknum á móti Haukum í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KR-liðið hefur staðið sig vel á úrslitastundu því liðið er búið að vinna alla stóru "úrslitaleiki" sína eftir áramót. KR-liðið á eftir einn úrslitaleik til viðbótar á morgun þegar liðið mætir Haukum í oddaleik og hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram á Ásvöllum þar sem KR-liðið vann einmitt fyrsta úrslitaleikinn af þessum sex. KR vann bikarleiki á móti tveimur efstu liðum deildarkeppninnar, Haukum og Keflavík, vann Val í úrslitaleik um að komast í efri hlutann og síðan lokaleikinn í efri hlutanum á móti Hamri þar sem barist var um 3. sætið inn í úrslitakeppnina. Í úrslitakeppninni hefur KR-liðið síðan unnið oddaleik á móti Grindavík og svo leikinn á móti Haukum á sunnudagskvöldið þar sem tap hefði þýtt sumarfrí fyrir liðið. KR-liðið hefur unnið flesta þessa leikja með góðum mun en í þeim hefur KR skorað 75,0 stig að meðaltali en fengið aðeins á sig 56,5 stig í leik. KR er því búið að vinna þessa sex leiki með 18,5 stigum að meðaltali í leik. KR hefur unnið þrjá af þessum leikjum með 20 stigum eða meira og alla nema einn með 14 stigum eða meira. Hálfleiksræður Jóhannesar Árnasonar eru greinilega vel heppnaðar því KR hefur unnið þriðja leikhlutann með 52 stiga mun, 116-64, í leikjum sex og er því aðeins að fá á sig 10,7 stig að meðaltali í leikhlutanum. Í leikjunum tveimur á móti Haukum hefur annar leikhlutinn einnig komið sterkur inn en KR hefur unnið hann 42-16 og Haukakonur hafa aðeins náð að skora 8 stig í báðum þessum leikhlutum. Sigrún Ámundadóttir hefur leikið vel í úrslitaleikjunum, hún er með hæsta framlagið í þeim af öllu liðinu, hefur verið stigahæst í fjórum þeirra og er auk þess búin að hitta úr 13 af 28 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum (46,4 prósent). Hildur Sigurðardóttir hefur skipt um gír í úrslitakeppninni og hefur verið stigahæst í báðum "úrslitaleikjunum" í úrslitakeppninni. "Úrslitaleikir" KR-kvenna á tímabilinu 1) 11. janúar 2009, Ásvellir Haukar-KR 65-93 Spilað um: Sæti í undanúrslitum SubwaybikarsinsBesti leikhlutinn: 2. leikhluti +12 (20-8) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Sigrún Ámundadóttir 22 2. Margrét Kara Sturludóttir 20 3. Hildur Sigurðardóttir 15 4. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15 Flest stig Sigrún Ámundadóttir 21Flest fráköst Margrét Kara Sturludóttir 10Flestar stoðsendingar Hildur Sigurðardóttir 6 2) 14. janúar 2009, DHL-Höllin KR-Valur 77-53 Spilað um: Sæti í efri hlutanumBesti leikhlutinn: 3. leikhluti +21 (25-4) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Hildur Sigurðardóttir 20 2. Sigrún Ámundadóttir 19 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 16 4. Helga Einarsdóttir 14 Flest stig Sigrún Ámundadóttir 18Flest fráköst Sigrún Ámundadóttir 11Flestar stoðsendingar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6 3) 15. febrúar 2009, Laugardalshöllin KR-Keflavík 76-60 Spilað um: BikarúrslitaleikurinnBesti leikhlutinn: 4. leikhluti +14 (26-12) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 26 2. Hildur Sigurðardóttir 21 3. Helga Einarsdóttir 20 4. Sigrún Ámundadóttir 19 Flest stig Sigrún Ámundadóttir 18Flest fráköst Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12Flestar stoðsendingar Guðrún Gróa, Sigrún, Margrét Kara 4 4) 25. febrúar 2009, DHL-Höllin KR-Hamar 62-48 Spilað um: 3. sæti í efri hlutanumBesti leikhlutinn: 4. leikhluti +14 (26-12) Hæstar í framlagi í leiknum:1. Helga Einarsdóttir 25 2. Margrét Kara Sturludóttir 14 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13 4. Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 Flest stig Sigrún Ámundadóttir 13Flest fráköst Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12Flestar stoðsendingar Margrét Kara og Guðrún Ósk 4 5) 8. mars 2009, DHL-Höllin KR-Grindavík 77-57 Spilað um: Oddaleikur um sæti í undaúrslitumBesti leikhlutinn: 3. leikhluti +10 (24-14) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Helga Einarsdóttir 20 2. Sigrún Ámundadóttir 18 3. Hildur Sigurðardóttir 16 4. GUðrún Arna Sigurðardóttir 11 4. Margrét Kara Sturludóttir 11 Flest stig Hildur Sigurðardóttir 15Flest fráköst Hildur Sigurðardóttir 12Flestar stoðsendingar Margrét Kara Sturludóttir 8 6) 29. mars 2009, DHL-Höllin KR-Haukar 65-56 Spilað um: Leikur upp á líf eða dauða í lokaúrslitumBesti leikhlutinn: 2. og 3. leikhluti +14 (22-8 og 23-9) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Sigrún Ámundadóttir 22 2. Hildur Sigurðardóttir 15 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 14 4. Margrét Kara Sturludóttir 13 Flest stig Hildur Sigurðardóttir 22Flest fráköst Hildur og Sigrún 9Flestar stoðsendingar Sigrún Ámundadóttir 4 Besti árangur leikmanna KR-liðsins í leikjunum sex: Hæsta framlag í leik: 1. Sigrún Ámundadóttir 17,8 2. Helga Einarsdóttir 16,0 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15,5 4. Hildur Sigurðardóttir 15,2 5. Margrét Kara Sturludóttir 12,5 6. Guðrún Ósk Ámundadóttir 5,0 7. Heiðrún Kristmundsdóttir 4,0 Flest stig í leik: 1. Sigrún Ámundadóttir 16,0 2. Hildur Sigurðardóttir 13,8 3. Margrét Kara Sturludóttir 11,7 4. Helga Einarsdóttir 9,7 5. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8,7 Flest fráköst í leik: 1. Hildur Sigurðardóttir 10,3 2. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8,3 3. Sigrún Ámundadóttir 8,0 4. Helga Einarsdóttir 6,5 5. Margrét Kara Sturludóttir 5,5 Flestar stoðsendingar í leik: 1. Margrét Kara Sturludóttir 4,2 2. Hildur Sigurðardóttir 3,7 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3,0 4. Sigrún Ámundadóttir 2,7 5. Helga Einarsdóttir 2,0 Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
KR-konur náðu á sunnudagskvöldið að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni með 9 stiga sigri í fjórða leiknum á móti Haukum í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KR-liðið hefur staðið sig vel á úrslitastundu því liðið er búið að vinna alla stóru "úrslitaleiki" sína eftir áramót. KR-liðið á eftir einn úrslitaleik til viðbótar á morgun þegar liðið mætir Haukum í oddaleik og hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram á Ásvöllum þar sem KR-liðið vann einmitt fyrsta úrslitaleikinn af þessum sex. KR vann bikarleiki á móti tveimur efstu liðum deildarkeppninnar, Haukum og Keflavík, vann Val í úrslitaleik um að komast í efri hlutann og síðan lokaleikinn í efri hlutanum á móti Hamri þar sem barist var um 3. sætið inn í úrslitakeppnina. Í úrslitakeppninni hefur KR-liðið síðan unnið oddaleik á móti Grindavík og svo leikinn á móti Haukum á sunnudagskvöldið þar sem tap hefði þýtt sumarfrí fyrir liðið. KR-liðið hefur unnið flesta þessa leikja með góðum mun en í þeim hefur KR skorað 75,0 stig að meðaltali en fengið aðeins á sig 56,5 stig í leik. KR er því búið að vinna þessa sex leiki með 18,5 stigum að meðaltali í leik. KR hefur unnið þrjá af þessum leikjum með 20 stigum eða meira og alla nema einn með 14 stigum eða meira. Hálfleiksræður Jóhannesar Árnasonar eru greinilega vel heppnaðar því KR hefur unnið þriðja leikhlutann með 52 stiga mun, 116-64, í leikjum sex og er því aðeins að fá á sig 10,7 stig að meðaltali í leikhlutanum. Í leikjunum tveimur á móti Haukum hefur annar leikhlutinn einnig komið sterkur inn en KR hefur unnið hann 42-16 og Haukakonur hafa aðeins náð að skora 8 stig í báðum þessum leikhlutum. Sigrún Ámundadóttir hefur leikið vel í úrslitaleikjunum, hún er með hæsta framlagið í þeim af öllu liðinu, hefur verið stigahæst í fjórum þeirra og er auk þess búin að hitta úr 13 af 28 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum (46,4 prósent). Hildur Sigurðardóttir hefur skipt um gír í úrslitakeppninni og hefur verið stigahæst í báðum "úrslitaleikjunum" í úrslitakeppninni. "Úrslitaleikir" KR-kvenna á tímabilinu 1) 11. janúar 2009, Ásvellir Haukar-KR 65-93 Spilað um: Sæti í undanúrslitum SubwaybikarsinsBesti leikhlutinn: 2. leikhluti +12 (20-8) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Sigrún Ámundadóttir 22 2. Margrét Kara Sturludóttir 20 3. Hildur Sigurðardóttir 15 4. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15 Flest stig Sigrún Ámundadóttir 21Flest fráköst Margrét Kara Sturludóttir 10Flestar stoðsendingar Hildur Sigurðardóttir 6 2) 14. janúar 2009, DHL-Höllin KR-Valur 77-53 Spilað um: Sæti í efri hlutanumBesti leikhlutinn: 3. leikhluti +21 (25-4) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Hildur Sigurðardóttir 20 2. Sigrún Ámundadóttir 19 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 16 4. Helga Einarsdóttir 14 Flest stig Sigrún Ámundadóttir 18Flest fráköst Sigrún Ámundadóttir 11Flestar stoðsendingar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6 3) 15. febrúar 2009, Laugardalshöllin KR-Keflavík 76-60 Spilað um: BikarúrslitaleikurinnBesti leikhlutinn: 4. leikhluti +14 (26-12) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 26 2. Hildur Sigurðardóttir 21 3. Helga Einarsdóttir 20 4. Sigrún Ámundadóttir 19 Flest stig Sigrún Ámundadóttir 18Flest fráköst Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12Flestar stoðsendingar Guðrún Gróa, Sigrún, Margrét Kara 4 4) 25. febrúar 2009, DHL-Höllin KR-Hamar 62-48 Spilað um: 3. sæti í efri hlutanumBesti leikhlutinn: 4. leikhluti +14 (26-12) Hæstar í framlagi í leiknum:1. Helga Einarsdóttir 25 2. Margrét Kara Sturludóttir 14 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13 4. Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 Flest stig Sigrún Ámundadóttir 13Flest fráköst Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12Flestar stoðsendingar Margrét Kara og Guðrún Ósk 4 5) 8. mars 2009, DHL-Höllin KR-Grindavík 77-57 Spilað um: Oddaleikur um sæti í undaúrslitumBesti leikhlutinn: 3. leikhluti +10 (24-14) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Helga Einarsdóttir 20 2. Sigrún Ámundadóttir 18 3. Hildur Sigurðardóttir 16 4. GUðrún Arna Sigurðardóttir 11 4. Margrét Kara Sturludóttir 11 Flest stig Hildur Sigurðardóttir 15Flest fráköst Hildur Sigurðardóttir 12Flestar stoðsendingar Margrét Kara Sturludóttir 8 6) 29. mars 2009, DHL-Höllin KR-Haukar 65-56 Spilað um: Leikur upp á líf eða dauða í lokaúrslitumBesti leikhlutinn: 2. og 3. leikhluti +14 (22-8 og 23-9) Hæstar í framlagi í leiknum: 1. Sigrún Ámundadóttir 22 2. Hildur Sigurðardóttir 15 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 14 4. Margrét Kara Sturludóttir 13 Flest stig Hildur Sigurðardóttir 22Flest fráköst Hildur og Sigrún 9Flestar stoðsendingar Sigrún Ámundadóttir 4 Besti árangur leikmanna KR-liðsins í leikjunum sex: Hæsta framlag í leik: 1. Sigrún Ámundadóttir 17,8 2. Helga Einarsdóttir 16,0 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15,5 4. Hildur Sigurðardóttir 15,2 5. Margrét Kara Sturludóttir 12,5 6. Guðrún Ósk Ámundadóttir 5,0 7. Heiðrún Kristmundsdóttir 4,0 Flest stig í leik: 1. Sigrún Ámundadóttir 16,0 2. Hildur Sigurðardóttir 13,8 3. Margrét Kara Sturludóttir 11,7 4. Helga Einarsdóttir 9,7 5. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8,7 Flest fráköst í leik: 1. Hildur Sigurðardóttir 10,3 2. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8,3 3. Sigrún Ámundadóttir 8,0 4. Helga Einarsdóttir 6,5 5. Margrét Kara Sturludóttir 5,5 Flestar stoðsendingar í leik: 1. Margrét Kara Sturludóttir 4,2 2. Hildur Sigurðardóttir 3,7 3. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3,0 4. Sigrún Ámundadóttir 2,7 5. Helga Einarsdóttir 2,0
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira