Innlent

Illugi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins

Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson.

Illugi Gunnarsson, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í dag kjörinn formaður þingflokks sjálfstæðismanna á fundi þingflokksins. Illugi gegndi stöðu varaformanns þingflokksins á síðasta kjörtímabili.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var kjörin varaformaður þingflokksins.

Arnbjörg Sveinsdóttir var áður þingflokksformaður en hún náði ekki endurkjöri á þing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×