Sarkozy mokar 120 milljörðum í franska bændur 27. október 2009 14:20 Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tilkynnti í dag efnahagsaðstoð upp á 650 milljónir evra eða um 120 milljarða kr. til handa frönskum bændum. Fyrir utan þessa aðstoð standa bændunum til boða ódýr lán upp á um 185 milljarða kr. í viðbót. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að tveimur mánuðum fyrir jól opni Sarkozy jólagafir sínar til franskra bænda. Í ræðu sem forsetinn hélt í Jura-fjöllunum segir hann að þetta sé gert til að aðstoða bændurnar til að lifa af óvenjulega kreppu. Ungum bændum, einkum þeim sem reka mjólkurbú, mun samkvæmt áformum Sarkozy bjóðast lán á 1 til 1,5% vöxtum. „Frakkland mun aldrei snúa bakinu við landbúnaði sínum. Ég hafna því að horfa á kreppuna loka landbúnaðinum," segir Sarkozy en áform hans verða að veruleika fyrir áramótin. Frakklandsforseti segir það óásættanlegt að meðan að afurðaverð hjá bænum hafi lækkað um 20% á síðasta ári hafi verið á landbúnaðarvörum til neytenda aðeins lækkað um 1%. Hann hvetur því framkvæmdanefnd ESB til að setja á fót regluverk sem stjórni verði á landbúnaðarvörum. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tilkynnti í dag efnahagsaðstoð upp á 650 milljónir evra eða um 120 milljarða kr. til handa frönskum bændum. Fyrir utan þessa aðstoð standa bændunum til boða ódýr lán upp á um 185 milljarða kr. í viðbót. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að tveimur mánuðum fyrir jól opni Sarkozy jólagafir sínar til franskra bænda. Í ræðu sem forsetinn hélt í Jura-fjöllunum segir hann að þetta sé gert til að aðstoða bændurnar til að lifa af óvenjulega kreppu. Ungum bændum, einkum þeim sem reka mjólkurbú, mun samkvæmt áformum Sarkozy bjóðast lán á 1 til 1,5% vöxtum. „Frakkland mun aldrei snúa bakinu við landbúnaði sínum. Ég hafna því að horfa á kreppuna loka landbúnaðinum," segir Sarkozy en áform hans verða að veruleika fyrir áramótin. Frakklandsforseti segir það óásættanlegt að meðan að afurðaverð hjá bænum hafi lækkað um 20% á síðasta ári hafi verið á landbúnaðarvörum til neytenda aðeins lækkað um 1%. Hann hvetur því framkvæmdanefnd ESB til að setja á fót regluverk sem stjórni verði á landbúnaðarvörum.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira