Viðskipti innlent

Auðmenn borga einum og hálfum milljarði minna í ár

Hið opinbera verður af einum og hálfum milljarði á milli ára.
Hið opinbera verður af einum og hálfum milljarði á milli ára.

Alls eru um 280 milljón króna munur á milli skattakóngs 2008 og 2007. Nú er það Þorsteinn Már Baldvinsson sem ber þennan titil en hann borgaði 170 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári. Skattakóngurinn 2007 greiddi hins vegar 450 milljónir króna í skatt. Samanlagt greiddu tíu tekjuhæstu einum og hálfum milljarði minna í skatt í fyrra en árið 2007.

Sjálfur sagði Þorsteinn í tilkynningu sem hann sendi fréttastofu að ekki væri um innleystan hagnað að ræða en tæplega 70 prósent þeirra skattagreiðslna sem Þorsteinn greiddi á síðasta ári eru tilkomnar vegna flutnings á hlutabréfum í Samherja hf. sem voru í hans persónulegu eign yfir í sérstakt félag í eigu hans og Helgu S Guðmundsdóttur fyrrverandi eiginkonu hans. Þess má geta að hún trónir á toppnum á Reykjanesinu.

Skattakóngurinn fyrir árið 2007 var hinsvegar Kristinn Gunnarsson en hann borgaði þá rúmar 450 milljónir króna í heildargjöld. Ástæðan var sú að hann seldi hlut sinn í Actavis sem er í eigu Björgólfs Thors. Því er munurinn á milli skattakónga um 280 milljónir króna.

Mikil breyting er á milli skatttekna frá árinu 2007 til 2008. Árið 2007 greiddu tíu hæstu skattakóngarnir 2,5 milljarð samanlagt í opinber gjöld. Á síðasta ári var sú upphæð einum og hálfum milljarði minni, eða um 944 milljónir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×