Mannlegt vald Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði, mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnarandstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarkstalan." Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskaplega ósennilegt, háttvirtur þingmaður." Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð milljörðum, Árna Pál í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum." Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall". Allt ber hér að sama brunni, skilningsleysið félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði, mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnarandstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarkstalan." Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskaplega ósennilegt, háttvirtur þingmaður." Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð milljörðum, Árna Pál í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum." Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall". Allt ber hér að sama brunni, skilningsleysið félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun