Viðskipti erlent

Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Jean-Claude Trichet, aðalbankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, aðalbankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 50 punkta fyrir stundu og standa þeir nú í sléttum 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar. Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið lægri síðan í jólamánuðinum 2005.

Associated Press-fréttastofan hefur upp úr rökstuðningi bankastjórnar Evrópubankans, að með vaxtalækkuninni sé reynt að koma í veg fyrir að evrulöndin lendi í djúpri og langvinnri efnahagskreppu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×