Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta 1. janúar 2009 14:14 Jóhann Óli Guðmundsson Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins vegar á dögunum að samningar með milligöngu þriðja aðila, Vodafone í þessu tilfelli, væru óheimilir og því þurfti Tal að velja á milli dreifikerfa Símans eða Vodafone. Ákveðið var að ganga til samninga við Símann á Þorláksmessu. Þessu vildi meirihluti stjórnar Tals ekki una og því var samningnum rift og Hermanni sagt upp störfum. Jóhann Óli sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að á stjórnarfundi Tals 11. desember sl. hefði forstjóra Tals verið falið að „leysa málið á næstu dögum með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi." og því hafi Hermann ákveðið að semja við Símann. „Á stjórnarfundi Tals 29. desember dró hins vegar til tíðinda þegar fulltrúar Teymis í stjórn félagsins, tilkynntu að þeir hefðu einhliða rift fyrrgreindum samningi og jafnframt ákveðið að víkja forstjóra félagsins umsvifalaust frá störfum," segir Jóhann Óli í yfirlýsingunni. „Ég tel þessa ákvörðun ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins. Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna Tals í sínum störfum. Yfirlýsing Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals í Morgunblaðinu í dag vekur og furðu mína þar sem hún fullyrðir að Hermann hafi ekki haft umboð stjórnar til að semja um þetta mál. Hún var sjálf á þeim stjórnarfundi þar sem hann var hvattur til að finna lausn á vandamálinu og tryggja samning um hagsmuni félagsins. Allt þetta kemur skýrt fram í fundargerð stjórnar Tals frá 11. desember sl.," segir Jóhann Óli ennfremur. Hann fullyrðir ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. „Það er grafalvarlegt mál og hlýtur að koma til frekari skoðunar samkeppnisyfirvalda," segir Jóhann Óli að lokum. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins vegar á dögunum að samningar með milligöngu þriðja aðila, Vodafone í þessu tilfelli, væru óheimilir og því þurfti Tal að velja á milli dreifikerfa Símans eða Vodafone. Ákveðið var að ganga til samninga við Símann á Þorláksmessu. Þessu vildi meirihluti stjórnar Tals ekki una og því var samningnum rift og Hermanni sagt upp störfum. Jóhann Óli sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að á stjórnarfundi Tals 11. desember sl. hefði forstjóra Tals verið falið að „leysa málið á næstu dögum með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi." og því hafi Hermann ákveðið að semja við Símann. „Á stjórnarfundi Tals 29. desember dró hins vegar til tíðinda þegar fulltrúar Teymis í stjórn félagsins, tilkynntu að þeir hefðu einhliða rift fyrrgreindum samningi og jafnframt ákveðið að víkja forstjóra félagsins umsvifalaust frá störfum," segir Jóhann Óli í yfirlýsingunni. „Ég tel þessa ákvörðun ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins. Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna Tals í sínum störfum. Yfirlýsing Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals í Morgunblaðinu í dag vekur og furðu mína þar sem hún fullyrðir að Hermann hafi ekki haft umboð stjórnar til að semja um þetta mál. Hún var sjálf á þeim stjórnarfundi þar sem hann var hvattur til að finna lausn á vandamálinu og tryggja samning um hagsmuni félagsins. Allt þetta kemur skýrt fram í fundargerð stjórnar Tals frá 11. desember sl.," segir Jóhann Óli ennfremur. Hann fullyrðir ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. „Það er grafalvarlegt mál og hlýtur að koma til frekari skoðunar samkeppnisyfirvalda," segir Jóhann Óli að lokum.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira