Innlent

Fimm ár að dómtaka mál gegn síbrotamanni

Jón Einar Randversson. Þessi mynd náðist af honum í gegnum öryggismyndavél þegar hann braust inn til eiganda Securitas.
Jón Einar Randversson. Þessi mynd náðist af honum í gegnum öryggismyndavél þegar hann braust inn til eiganda Securitas.

Karlmaður játaði alvarlega líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness í dag en hann var ákærður af ríkissaksóknara fyrir að slá mann í andlitið með glasi í Reykjanesbæ. Athygli vekur að árásin átti sér stað fyrir um fimm árum síðan, eða í lok árs 2004.

Fórnalambið nefbrotnaði við árásina og hlaut skrámur í andliti. Hann lagði þó ekki fram skaðabótakröfu vegna málsins.

Ástæðan fyrir drætti málsins er helst sú að mikilvægt vitni að árásinni var búsett erlendis og ekki tókst að taka skýrslu af vitninu fyrr en nýlega.

Maðurinn sem játaði árásina heitir Jón Einar Randversson og hefur áður hlotið þunga refsidóma, meðal annars eftir að árásin átti sér stað. Hann hlaut sex mánaða fangelsisdóm árið 2007 en hann var m.a hluti af svokölluðu Árnesgengi sem fór í ránsferð um landið.

Sá dómur bættist við fjórtán mánaða dóm sem Jón hlaut í nóvember árið 2006 vegna líkamsárása og fleiri dóma. Hann fótbraut einnig Hákon Eydal í árás innan veggja Litla Hrauns á síðasta ári.

Þá var fjallað um hann þegar hann braust inn til þáverandi eiganda Securitas og útrásavíkingsins, Pálma Haraldssonar.

Vegna dráttar málsins þykir líklegt að Jóni verði ekki gerð sérstök refsing fyrir brot sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×