Viðskipti innlent

Svali til Icelandair

Svali Björgvinsson.
Svali Björgvinsson.
Svali H. Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair. Hann mun jafnframt sinna stefnumótun félagsins og sitja í framkvæmdastjórn þess. Svali tilkynnti samstarfsmönnum sínum í gær hjá Kaupþingi að hann hefði samið um starfslok hjá bankanum.

Svali hóf störf hjá bankanum árið 2003 sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs bankans. Þar áður var hann ráðgjafi og meðeigandi hjá PricewaterhouseCoopers. Hann nam sálfræði við Háskóla Íslands og vinnusálfræði og stjórnun frá New York University. Svali hefur auk þess kennt mikið við Háskóla Íslands og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra.


Tengdar fréttir

Svali yfirgefur Kaupþing

Svali Hrannar Björgvinsson, starfsmannastjóri hjá Kaupþingi, hefur samið um starfslok hjá bankanum. Þetta kemur fram í bréfi sem Svali sendi starfsmönnum bankans í dag. Í bréfinu kemur fram að hann hafi samið við Finn Sveinbjörnsson bankastjóra um að ljúka ýmsum verkefnum áður en hann hverfi á braut. Hann láti því ekki alveg strax af störfum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×