Viðskipti innlent

Svali yfirgefur Kaupþing

Svali Björgvinsson er að yfirgefa Kaupþing.
Svali Björgvinsson er að yfirgefa Kaupþing.

Svali Hrannar Björgvinsson, starfsmannastjóri hjá Kaupþingi, hefur samið um starfslok hjá bankanum. Þetta kemur fram í bréfi sem Svali sendi starfsmönnum bankans í dag. Í bréfinu kemur fram að hann hafi samið við Finn Sveinbjörnsson bankastjóra um að ljúka ýmsum verkefnum áður en hann hverfi á braut. Hann láti því ekki alveg strax af störfum.

Um áramótin létu fimm yfirmenn hjá bankanum af störfum. Það voru þau Kristján Arason, sem var framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, Bjarki H. Diego yfirmaður fyrirtækjasviðs, Þórarinn Sveinsson yfirmaður eignastýringar, Guðný Arna Sveinsdóttur yfirmaður rekstrar- og fjármálasviði og Jónas Sigurgeirsson forstöðumaður samskiptasviðs. Að auki lét Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi af störfum.  





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×