Innlent

Spara allt að 300 milljónir vegna lyfjakostnaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lyf. mynd/ Valli.
Lyf. mynd/ Valli.
Sjúkratryggingar Íslands áætla að 2-300 milljónir króna sparist í lyfjakostnaði á ári þegar greiðsluþátttaka í ákveðnum öndunarfæralyfjum breytist þann 1. janúar næstkomandi.

Eftir breytingarnar munu Sjúkratryggingar Íslands taka almennt þátt í niðurgreiðslu á ódýrustu lyfjunum en ef sjúklingur þarf á dýrari lyfjunum að halda getur læknir sótt um lyfjaskírteini. Í tilkynningu frá Sjúkratryggingum segir að breytingin sé í samræmi við það sem gert hefur verið í lyfjamálum á árinu.

Um 28 þúsund einstaklingar hafa fengið ávísað innúðalyfi síðastliðið ár og nam kostnaður sjúkratrygginga í þessum flokki 841 milljón króna í fyrra og stefnir í 1.034 milljónir króna á þessu ári. Markmið breytinganna er að ná fram 200-300 milljóna kr. sparnaði í lyfjakostnað sjúkratrygginga á ársgrundvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×