Innlent

Vill vita um sérverkefni fyrir ráðuneytin

Birkir Jón beinir fyrirspurn sinni um sérverkefni fyrir ráðuneytin til forsætisráðherra.
Birkir Jón beinir fyrirspurn sinni um sérverkefni fyrir ráðuneytin til forsætisráðherra. Mynd/GVA

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um ráðningar í ráðgjafarstörf og sérverkefni fyrir ráðuneytin frá 1. febrúar fyrr á þessu ári.

Meðal þess sem Birkir Jón óskar eftir að Jóhanna greini frá er við hvaða ráðgjafarfyrirtæki eða einstaklinga hafi verið samið um að sinna sérverkefnum.

Þingmaðurinn spyr hver tilefnin hafi verið og þá vill hann vita hvort verkefnin hafi verið boðin út. Birkir Jón spyr jafnframt hvort sami aðili hafi í einhverjum tilvikum sinnt tveimur eða fleiri sérverkefnum fyrir ráðuneytin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×