Starfsmenn Saab uggandi 18. febrúar 2009 19:00 Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið. General Motors bað í gær bandaríska ríkið um sextán komma sex milljarða dala neyðarlán til viðbótar þeim þrettán komma fjórum sem þegar hafa fengist. Chrysler bað einnig um fimm milljarða en Ford segist ekki þrufa peninga í bili. Fjárþörfin virðist mest hjá General Motors sem kynnti fjármálaráðuneytinu bandaríska endurskipulagningaráform sín í gær. Segja á upp fjörutíu og sjö þúsund starfsmönnum , þar af tuttugu og sex þúsund starfsmönnum utan Bandaríkjanna. Fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verður lokað. Það skili hagnaði eftir tvö ár. Búið verði að borga lánin fyrir 2017. Óvíst er um framtíð Opel, Saab og Vauxhall dótturfélaga General Motors í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi. Stjórnendur General Motors segja erfitt að halda þar áfram að óbreyttu vegna mikils samdráttar í bílasölu í gjörvallri Evrópu. Bandaríski bílarisinn er nú í viðræðum við sænska ríkið um að það komi að rekstri Saab. Sænski orkumálaráðherrann sagði í samtali við sænska útvarpið í dag að ekkert yrði af því. Til þess þyrfti allt of mikið fé enda hefði Saab verið rekið með tapi í nær alla þá tvo áratugi sem General Motors hafi rekið fyrirtækið. Rúmlega fjögur þúsund manns starfa hjá Saab, flestir í verksmiðjunni í Trollhättan. Þar bíða starfsmenn og bæjarbúar milli vonar og ótta. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið. General Motors bað í gær bandaríska ríkið um sextán komma sex milljarða dala neyðarlán til viðbótar þeim þrettán komma fjórum sem þegar hafa fengist. Chrysler bað einnig um fimm milljarða en Ford segist ekki þrufa peninga í bili. Fjárþörfin virðist mest hjá General Motors sem kynnti fjármálaráðuneytinu bandaríska endurskipulagningaráform sín í gær. Segja á upp fjörutíu og sjö þúsund starfsmönnum , þar af tuttugu og sex þúsund starfsmönnum utan Bandaríkjanna. Fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verður lokað. Það skili hagnaði eftir tvö ár. Búið verði að borga lánin fyrir 2017. Óvíst er um framtíð Opel, Saab og Vauxhall dótturfélaga General Motors í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi. Stjórnendur General Motors segja erfitt að halda þar áfram að óbreyttu vegna mikils samdráttar í bílasölu í gjörvallri Evrópu. Bandaríski bílarisinn er nú í viðræðum við sænska ríkið um að það komi að rekstri Saab. Sænski orkumálaráðherrann sagði í samtali við sænska útvarpið í dag að ekkert yrði af því. Til þess þyrfti allt of mikið fé enda hefði Saab verið rekið með tapi í nær alla þá tvo áratugi sem General Motors hafi rekið fyrirtækið. Rúmlega fjögur þúsund manns starfa hjá Saab, flestir í verksmiðjunni í Trollhättan. Þar bíða starfsmenn og bæjarbúar milli vonar og ótta.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira