Erlent

Maóistar drápu 13 lögreglumenn

Skæruliðar Maóista á Indlandi myrtu að minnsta kosti 13 lögreglumenn í Maharashtra héraði í suðurhluta landsins í gærkvöldi. Skæruliðarnir segjast vera að berjast fyrir rétti fátækra bænda og farandverkamanna. Þeir hafa hert aðgerðir sínar að undanförnu í Indlandi en einungis eru nokkrir dagar síðan þeir myrtu 17 lögreglumenn.

Manmohan Singh, forsætisráðherra landsins, sagði nýverið að yfirvöldum hefði mistekist í herferð sinni gegn maóistum. Þúsundir hafa fallið frá því að þeir hófu aðgerðir sínar á sjöunda áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×