Innlent

Um 10 manns voru ákærðir vegna mótmæla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 10 manns voru ákærðir eftir handtökurnar í kringum mótmælin í miðborg Reykjavíkur í upphafi árs, segir Jón HB Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Jón segir að handtökurnar hafi ekki verið margar. „Það voru nokkur mál þar sem mótmælendur voru handteknir fyrir það sem þeir voru staðnir að að gera. Mönnum var boðið að ljúka þessu með greiðslu sektar og því var í flestum tilfellum tekið. Við höfðuðum mál á hendur fólki sem eyðilagði þarna t.d. myndavélar utan á Alþingishúsinu og það fólk var ákært og dæmt," segir Jón. Jón segir að alvarlegasta málið, þar sem steini var kastað í höfuð lögreglumanns sem slasaðist mikið, hafi ekki leitt til handtöku.

Jón tekur fram að það sé fyrst og fremst hlutverk lögreglunnar að standa þannig að verki að það verði ekki upplausn og upphlaup í samfélaginu. „Og ég held nú að allar aðgerðir lögreglu hafi einkennst að því að stilla fólk af og reyna að kveikja ekki elda," segir Jón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×