Viðskipti innlent

Byggingarvísitalan hækkar um 1,8% milli mánaða

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júlí 2009 er 486,4 stig sem er hækkun um 1,78% frá fyrri mánuði.

Í frétt um málið á vefsíðu Hagstofunnar segir að vinnuliðir hækkuðu um 3,1% (áhrif á vísitölu 1,05%) í kjölfar samkomulags Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands frá 25. júní um framlengingu kjarasamninga. Vísitalan gildir í ágúst 2009.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 10,3%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×