Viðskipti innlent

Verslanir BT eru opnar áfram

Skiptastjóri þrotabús BT verslananna vill taka það fram vegna frétta í gærdag um að fallið hafi verið frá kaupum Haga á BT að verslanir BT eru áfram opnar.

Í nýrri tilkynningu segir að vegna fréttatilkynningar í gær um verslanir BT skal það tekið fram að Hagar munu halda verslununum opnum skv. samkomulagi við þrotabúið meðan á söluferlinu stendur til að tryggja að viðskiptasambönd fari ekki forgörðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×