Handbolti

Þýski handboltinn: Sigur hjá Degi og félögum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin unnu 32-24 sigur gegn Hannover-Burgdorf í þýska handboltanum í dag en staðan í hálfleik var 15-9 Füchse Berlin í vil.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlin og Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark fyrir Hannover-Burgdorf.

Þá skoraði Gylfi Gylfason tvö mörk fyrir GWD Minden í 34-23 tapi gegn Hamburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×