KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 18:06 Hildur Sigurðardóttir hampar sigurlaununum í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Stefán Borgþórsson KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7 Dominos-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira