Innlent

Almenn bólusetning hefst

Yfir 50 þúsund manns hafa verið bólusettir hér á landi.
Yfir 50 þúsund manns hafa verið bólusettir hér á landi.
Um 20 þúsund skammtar af bóluefni gegn svínaflensu komu til landsins um helgina. Verður þeim dreift strax til heilsugæslu­stöðva. Bólusetning almennings ætti því að geta hafist víðast hvar í vikunni, eins og ráð var fyrir gert, að því er segir í frétt frá heilbrigðisyfirvöldum.

Starfsmenn heilsugæslustöðva hafa í eina viku tekið við pöntunum frá almenningi í bólusetningu. Í ljósi tafa á afgreiðslu bóluefnis má ætla að endurskipuleggja þurfi biðlista á sumum heilsugæslustöðvum, að minnsta kosti.

Gert er ráð fyrir að 18 þúsund skammtar af bóluefni til viðbótar berist hingað í lok næstu viku.

Yfir 50 þúsund manns hafa verið bólusettir gegn inflúensunni hér á landi.

Sóttvarnalæknir áætlar að um 60 þúsund manns hafi sýkst af veikinni. Þar með eru samtals yfir 110 þúsund manns orðnir ónæmir fyrir inflúensunni eða þriðjungur þjóðarinnar, það er þeir sem hafa verið bólusettir og þeir sem sýkst hafa.

Inflúensufaraldurinn rénar nú hratt hérlendis, sem ekki síst skýrist af því hve margir hafa verið bólusettir. - jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×