Franskur stórbanki varar við öðru efnahagshruni 19. nóvember 2009 14:04 Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum. Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum.
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira