Íslenski boltinn

Höskuldur mun semja við KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Höskuldur í leik með FH gegn KR síðastliðið sumar.
Höskuldur í leik með FH gegn KR síðastliðið sumar. Mynd/Arnþór

Fátt er því til fyrirstöðu að Höskuldur Eiríksson gangi til liðs við KR en það staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

Höskuldur er uppalinn KR-ingur en fór þaðan til Víkings á sínum tíma og lék svo með FH-ingum síðastliðið sumar.

Hann hefur svo náð samkomulagi um að losna undan samningi sínum við FH og mun á næstu dögum skrifa undir samning við KR.

„Það á eftir að ganga frá öllum pappírum en ég hef ákveðið að ganga að samningstilboði KR," sagði Höskuldur. „Það er ekki nema að eitthvað mjög óvænt komi upp á að þetta gangi ekki í gegn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×