Innlent

Ákærður fyrir handrukkun

Maðurinn er ákærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás.
Maðurinn er ákærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsáras og frelsissviptingu en mál á hendur honum var þingfest í morgun. Maðurinn, sem er fæddur árið 1985, er ákærður fyrir að að afa veist að manni í Lóuhólum í Breiðholti og þrifið í peysu hans og dregið hann með sér að bifreið.

Maðurinn lagði áherslu á greiðslu meintrar skuldar mannsins sló hann í andlit og líkama með þeim afleiðingum að hann rak höfuðið utan í bifreiðina og féll í jörðina. Næst neyddi hann manninn til að setjast inn í aftursæti bifreiðarinnar og ók með hann til Hafnarfjarðar, en lögregla stöðvaði aksturinn við Bæjarhraun þar í bæ. Við atlöguna hlaut fórnarlambið rispur og mar neðan við hægra auga, mar og eymsli á hálsi, hrufl og sár á báðum handleggjum og sár á hægra hné.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×