Erlent

Obama segir þjóðina syrgja

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vottaði í vikulegu ávarpi sínu í dag aðstandendum fórnarlambanna í skotárásinni í herstöðinni í Fort Hood samúð sína. Hann sagði bandarísku þjóðina alla syrgja og þá bar hann lof á viðbrögð hermenn og óbreytta borgara eftir skotárásina sem komu særðum til hjálpar.

Nidal Malik Hasan, er majór að tign og starfaði sem geðlæknir í herstöðinni, gekk í fyrrdag inn á svæði þar sem hópur hermanna sætti læknisskoðun og hóf skothríð. 13 féllu og á þriðja tug særðust. Sjálfur var Hasan skotinn niður skömmu síðar. Honum er haldið sofandi.


Tengdar fréttir

Byssumaður á sjúkrahúsi

Nidal Malik Hasan, majór í bandaríska hernum, var fluttur á sjúkrahús strax á fimmtudagskvöld eftir að hann hafði drepið þrettán manns og sært tugi annarra í herstöðinni Fort Wood í Texas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×