Enski boltinn

Huth ákærður fyrir ofbeldisfulla hegðun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Robert Huth.
Robert Huth.

Þýski varnarmaðurinn hjá Stoke, Robert Huth, var í dag ákærður fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik Stoke og West Ham um helgina.

Á myndbandsupptökum virðist Huth slá Matthew Upson í framan og fyrir það er hann kærður.

Huth hefur til 20. október til að svara fyrir sig. Ef Huth verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér þriggja leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×