Erlent

60 ár frá valdatöku kommúnista í Kína

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kínverski kommúnistaflokkurinn fagnar því nú að 60 ár eru í dag liðin frá því þegar flokkurinn komst til valda og Alþýðulýðveldið Kína varð til. Það var 1. október 1949 sem Mao Zedong lýsti því yfir að Kína væri alþýðulýðveldi í takt við kommúnismann.

Mikið er um dýrðir í höfuðborginni Peking af þessum sökum og ber þar hæst gríðarmikla hersýningu sem búið er að undirbúa mánuðum saman. Skrúðganga 8.000 hermanna skundar um stræti og torg auk þess sem skriðdrekar alþýðuhersins og kjarnorkuflaugar verða til sýnis.

Flaugarnar eru hannaðar og framleiddar af Kínverjum og verður langdræg eldflaug, sem hægt er að skjóta milli heimsálfa, einn gripanna á sýningunni. Öryggisgæsla í Peking hefur verið gríðarleg upp á síðkastið, einkum vegna ótta stjórnvalda við aðgerðir mótmælenda.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×