Viðskipti erlent

Bandarískir fjárfestar halda að sér höndum

Miðlarar rýna í tölurnar.
Miðlarar rýna í tölurnar. Mynd/AP

Lélegar uppgjörstölur bandarískra stórfyrirtækja og fremur svartsýnar efnahagshorfur urðu til þess að væntingar bandarískra fjárfesta fuku út í veður og vind vestanhafs í dag.

Þá voru tölur um veltu í smásölugeiranum, sem birtar voru í dag, ekki til að kæta fjárfestana. Velta í smásölu dróst saman um 2,7 prósent á milli ára yfir jólin í Bandaríkjunum. Það er rúmlega tvöfalt meira en svartsýnustu menn gerðu ráð fyrir.

Associated Press-fréttastofan hafði eftir bandarískum greinendum í kvöld, að reikna megi með því að fjárfestar haldi að sér höndum þar til betri mynd fáist af stöðu efnahagsmála. Fyrstu uppgjörstölurnar skiluðu sér í hús á mánudag með uppgjöri álrisans Alcoa.

Útlitið framundan er hins vegar ekki bjart, að því er greinendur segja í samtali við AP.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,94 prósent og endaði í 8.200 stigum en S&P 500-vísitalan féll um 3,35 prósent og endaði hún í 842,6 stigum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×