Viðskipti innlent

DeCode ræðir við Araba um aðkomu að rekstrinum

DeCode móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar er í viðræðum við fjölmarga alþjóðlega fjárfesta, meðal annars í arabaheiminum um að koma inn í rekstur fyrirtækisins.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar sagði í samtali við fréttastofuna að verið væri að ræða við fjölmarga fjárfestingaraðila. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að einn þessara aðila tengist einum af konungsfjölskyldum Arabaheimsins, en Kári sagðist ekki geta staðfest það. Það eina sem hann vissi væri að einn fjárfestingasjóða sem verið væri að ræða við, gæti tengst arabaheiminum. En að öðru leyti gæti hann eingöngu staðfest að verið væri að ræða við fjölmarga aðila, þar með fjárfestingafyrirtæki og stórfyrirtæki í lyfjaiðnaði.

Rekstur DeCode er erfiður og hangir fyrirtækið á bláþræði inn á NASDAQ. Kári segist bjartsýnn á að samningar náist sem haldi rekstri fyrirtækisins í jafnvægi. Það standi ekki til að selja erlendan hluta fyrirtækisins úr landi, en gert sé ráð fyrir að rekstur þess verði töluvert einfaldaður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×